„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 22:34 Víðir Reynisson við störf. Vísir/Valli „Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56