Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Ronny Deila tókst að láta slá sig tvisvar úr Meistaradeildinni í einni forkeppni. vísir/getty Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira