Ferðamenn vilja komast nær Bárðarbungu Erla Björg skrifar 24. ágúst 2014 12:29 Meðlimir Dalbjargar við afleggjarann að Gæsavatnaleið. vísir/Vilhelm Síðustu fjóra daga hefur hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði staðið vaktina við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og er einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Lokun á veginum er vel merkt og keðja fyrir en samt sem áður er talið nauðsynlegt að menn vakti svæðið. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson, björgunarsveitarmaður. „Við sofum því á vöktum því við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir.“ Þegar blaðamaður kom að í gærkvöldi var hugguleg útilegustemning við bílinn. Hópurinn var nýbúinn að grilla sér steikur í kvöldmat og sátu á tjaldstólum í hring. Það var þó eingöngu tveggja stiga hiti og ískalt rok. „Já, ég held við tjöldum ekki úti í nótt heldur sofum í bílnum. Það er að verða ansi kalt,“ segir Jóhann. Staðan verður metin seinna í dag og ákveðið hvort óhætt verði að kalla björgunarsveitarliðið heim. Eins og hjá öðrum á svæðinu snýst dagurinn því fyrst og fremst um bið eftir fréttum. Bárðarbunga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Síðustu fjóra daga hefur hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði staðið vaktina við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og er einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Lokun á veginum er vel merkt og keðja fyrir en samt sem áður er talið nauðsynlegt að menn vakti svæðið. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson, björgunarsveitarmaður. „Við sofum því á vöktum því við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir.“ Þegar blaðamaður kom að í gærkvöldi var hugguleg útilegustemning við bílinn. Hópurinn var nýbúinn að grilla sér steikur í kvöldmat og sátu á tjaldstólum í hring. Það var þó eingöngu tveggja stiga hiti og ískalt rok. „Já, ég held við tjöldum ekki úti í nótt heldur sofum í bílnum. Það er að verða ansi kalt,“ segir Jóhann. Staðan verður metin seinna í dag og ákveðið hvort óhætt verði að kalla björgunarsveitarliðið heim. Eins og hjá öðrum á svæðinu snýst dagurinn því fyrst og fremst um bið eftir fréttum.
Bárðarbunga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira