Gosóróinn í Gjálp hófst daginn eftir þann stóra Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2014 09:30 Tveir sigkatlar voru fyrstu merkin sem sáust á yfirborði Vatnajökuls í Gjálpargosinu fyrir 18 árum. Mynd/Stöð 2. Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30