Körfubolti

Skipti Kevin Love til Cleveland frágengin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Love brosir út í eitt þessa dagana
Love brosir út í eitt þessa dagana vísir/getty
Eftir 30 daga bið var loks í gær hægt að staðfesta skiptin á kraftframherjanum Kevin Love frá Minnesota Timberwolves til Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum.

Cleveland fær Love frá Minnesota í þriggja liða félagsskiptum en Philadelphia 76ers voru einnig hluti af skiptunum.

Sumir vilja meina að Minnesota sé sigurvegari þessara skipta því liðið fær þá leikmenn sem valdir hafa verið fyrstir í nýliðavali NBA tvö síðustu ár. Andrew Wiggins sem valinn var fyrstur í ár og Anthony Bennett sem valinn var fyrstur fyrir síðustu leiktíð. Að auki fær Minnesota framherjann sterka Thaddeus Young frá Philadelphia.

Philadelpha fær valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins 2015, bakvörðinn Alexey Shved og framherjann Luc Richard Mbah a Moute frá Minnesota.

Skiptin hafa legið fyrir í 30 daga en bíða þurfti í mánuð frá því að Wiggins skrifaði undir nýliðasamninginn við Cleveland.

Haldi Minnesota vel á spöðunum á liðið möguleika á að vera mjög sterkt á næstu árum en Cleveland er tilbúið að berjast um titilinn strax.

Liðið fékk LeBron James heim aftur í sumar eins og frægt er orðið og með honum, Love og leikstjórnandanum Kyrie Irving er Cleveland með tríó sem er öfundsvert og til alls líklegt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×