Skjálftavirkni mikil í nótt Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 06:45 Stórir skjálftar hafa mælst í nótt beint undir Bárðarbungu Vísir/Sveinn Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira