Skjálfti sem mældist 5.3 hefur ekki haft áhrif á gosóróa Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 01:43 Skjálftinn sem reið yfir rétt eftir miðnætti, 5.3 að stærð, hefur ekki haft áhrif á gosóróa í Bárðarbungu Vísir/Ómar Ragnarsson Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45
Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30
Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45