Sigmundur Davíð: Traustvekjandi að sjá fagmennskuna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 17:30 „Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19
Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45