Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 16:20 Mynd/Landmælingar „Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu. Bárðarbunga Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu.
Bárðarbunga Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira