Útgáfunni fagnað í Mengi 21. ágúst 2014 12:45 Verk Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo verður leikið í Mengi í kvöld. Mynd/Matthew Eisman They hold it for certain... er samstarfsverkefni Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo. Verkið er í senn hljómplata og myndlistarverk unnið af Ingibjörgu Birgisdóttir og Orra Jónssyni ásamt rithöfundinum Bergsveini Birgissyni. Þann 21. ágúst opnar sýning á verkinu í Mengi að Óðinsgötu 2 í Reykjavík og verður verkið spilað af hljómplötu í heild sinni. Aðgangur er ókeypis og byrjar viðburðurinn klukkan 20.00 en hljóðhluti verksins verður spilaður klukkan 21.00. Yungchen Lhamo er tíbetsk söngkona sem flúði heimaland sitt árið 1989 og býr nú í útlegð í New York. Saga hennar er um margt merkileg en hún flúði Tíbet fótgangandi ásamt kornungum syni sínum yfir Himalaya fjöllin, ferð sem tók nokkra mánuði. Hún hefur sjálf sagt að þegar hún yfirgaf Tíbet hafi hún glatað öllu, öllu nema röddinni sem hún tók með sér til hins vestræna heims. Yungchen hefur átt farsælan feril sem söngkona á alþjóðavettvangi, og starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lhamo er virk í baráttu fyrir málefnum Tíbeta og hefur unnið með ýmsum alþjóðlegum félaga- og hjálparstofnunum á borð við Amnesty International auk þess sem hún hefur margsinnis flutt verk sín fyrir Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta. Samstarf Skúla Sverrissonar og Anthony Burr hefur þegar getið af sér hljómplöturnar Desist og A Thousand Incidents Arise. They hold it for certain... er þriðja útgáfa á vegum Mengis en fyrri útgáfur eru The Box Tree með Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverrissyni og Temperaments með Kippa Kaninus. Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
They hold it for certain... er samstarfsverkefni Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo. Verkið er í senn hljómplata og myndlistarverk unnið af Ingibjörgu Birgisdóttir og Orra Jónssyni ásamt rithöfundinum Bergsveini Birgissyni. Þann 21. ágúst opnar sýning á verkinu í Mengi að Óðinsgötu 2 í Reykjavík og verður verkið spilað af hljómplötu í heild sinni. Aðgangur er ókeypis og byrjar viðburðurinn klukkan 20.00 en hljóðhluti verksins verður spilaður klukkan 21.00. Yungchen Lhamo er tíbetsk söngkona sem flúði heimaland sitt árið 1989 og býr nú í útlegð í New York. Saga hennar er um margt merkileg en hún flúði Tíbet fótgangandi ásamt kornungum syni sínum yfir Himalaya fjöllin, ferð sem tók nokkra mánuði. Hún hefur sjálf sagt að þegar hún yfirgaf Tíbet hafi hún glatað öllu, öllu nema röddinni sem hún tók með sér til hins vestræna heims. Yungchen hefur átt farsælan feril sem söngkona á alþjóðavettvangi, og starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lhamo er virk í baráttu fyrir málefnum Tíbeta og hefur unnið með ýmsum alþjóðlegum félaga- og hjálparstofnunum á borð við Amnesty International auk þess sem hún hefur margsinnis flutt verk sín fyrir Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta. Samstarf Skúla Sverrissonar og Anthony Burr hefur þegar getið af sér hljómplöturnar Desist og A Thousand Incidents Arise. They hold it for certain... er þriðja útgáfa á vegum Mengis en fyrri útgáfur eru The Box Tree með Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverrissyni og Temperaments með Kippa Kaninus.
Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira