Gæti orðið stærsta gos í áratugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 23:06 Vísir/Auðunn Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira