Ósáttur ljósmyndari náði sér niðri á Courtney Love Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 17:00 Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“