Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 10:43 Drengurinn í sjálfheldu í Flosagjá í gær. Mynd/Einar Ásgeir Sæmundsson „Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“ Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira