Óviss um framtíð Smashing Pumpkins 2. september 2014 21:00 Billy Corgan er óviss um framtíð Smashing Pumpkins. Vísir/Getty Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira