Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2014 12:53 Vísir/VIlhelm Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira