Bensínlítrinn á 107 krónur í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:34 Bandaríkjamenn dæla bensíninu glaðari en íbúar margra annarra heimshluta. Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent