Golf

Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gísli Sveinbergsson slær upphafshögg á Royal Aberdeen í dag.
Gísli Sveinbergsson slær upphafshögg á Royal Aberdeen í dag. mynd/gsímyndir.net
Gísli Sveinbergsson, 17 ára gamall kylfingur úr Keili, er í fyrsta sæti eftir fyrsta hring á hinu gríðarlega virta ungmennamóti Duke of York sem fram fer að þessu sinni á Royal Aberdeen-vellinum í Skotlandi.

Gísli spilaði fyrsta hringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og er einu höggi á undan fjórum öðrum piltum sem spiluðu á 70 höggum eða einu höggi undir pari.

Keilismaðurinn er einn allra efnilegasti kylfingur landsins, en hann er Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára og var valinn í landsliðið í sumar þrátt fyrir ungan aldur.

Íslendingar hafa í tvígang átt sigurvegara á þessu víðfræga ungmennamóti, en Ragnar Már Garðarsson fagnaði sigri fyrir tveimur árum og GuðmundurÁgústKristjánsson vann mótið árið 2010.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára, keppir í stúlknaflokki, en hún spilaði á 81 höggi eða 10 höggum yfir pari og er í 41. sæti eftir fyrsta hring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×