Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2014 10:39 Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. visur/gva „Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. Hann neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunnar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. „Við munum reyna á frávísun í dómssal eftir tvær vikur og getum þá tjáð okkur betur um kröfuna. Við viljum leyfa greinagerð okkar að tala sínu máli.“ Gísli vonar að frávísunarkrafan verði tekin til greina en hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ „Ég ætla bíða með allar yfirlýsingar varðandi þessa ákæru, það er margt sem ég vill segja en ég held að ég segi sem minnst núna.“ Lekamálið Tengdar fréttir „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. Hann neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunnar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. „Við munum reyna á frávísun í dómssal eftir tvær vikur og getum þá tjáð okkur betur um kröfuna. Við viljum leyfa greinagerð okkar að tala sínu máli.“ Gísli vonar að frávísunarkrafan verði tekin til greina en hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ „Ég ætla bíða með allar yfirlýsingar varðandi þessa ákæru, það er margt sem ég vill segja en ég held að ég segi sem minnst núna.“
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30
Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18
Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54