Um 45 cm sig eftir skjálftann í morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2014 14:35 Vísir/Auðunn Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð. Bárðarbunga Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.
Bárðarbunga Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira