Volkswagen stöðvar framleiðslu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 09:15 Vladimir Putin fyrir framan Volkswagen Tiguan í Rússlandi. Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent