Innlent

Eins og að anda að sér útblæstri úr vörubíl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm
Maður sem hafði samband við Umhverfisstofnun lýsir menguninni á Reyðarfirði í dag á þann veg að hún hafi komið eins og ský yfir staðinn. Upplifunin hafi verið eins og að „standa beint fyrir aftan vörubíl og anda að sér útblæstrinum úr púströrinu."

Maðurinn fann fyrir miklum sviða í hálsi og og augum og fékk einnig einkenni í höfði. Hafa íbúar á Reyðarfirði og nágrenni verið hvattir til þess að slökkva á loftræsingu þar sem það á við eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Þá eiga börn og fólk sem viðkvæmt er fyrir að halda sig innandyra og öðrum ráðlagt frá líkamlegri áreynslu utandyra.

Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3 en til samanburðar mældust hæstu toppar um nýliðna helgi 600µg/m3. Voru þeir þá hæstu toppar sem mælst höfðu frá upphafi mælinga árið 1970. Talið er að mesta mengunin sé gengin yfir þar sem gildi fara lækkandi. Óvissa er um framhaldið.

Mynd/Umhverfisstofnun

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×