Byggjum á tölfræði í stað tilfinninga Helga Árnadóttir skrifar 10. september 2014 10:03 Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn!
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun