25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir Gissur Sigurðsson skrifar 29. september 2014 14:59 "Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson. Vísir/Auðunn Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22