416 hestafla Porsche Cayenne Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 15:45 Alveg eins í útliti og venjulegur Cayenne, en er tvinnbíll sem eyðir afar litlu. Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður
Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður