Henrik Hoff: Aron Elís verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 06:15 Aron Elís er búinn að skora fimm mörk fyrir Víking í sumar. Vísir/GVA „Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
„Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira