Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2014 16:28 Frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson og Ólína Þorvarðardóttir. Rektor Háskólans á Akureyri hvetur Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn geti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagsrkárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið Ólína óskaði eftir áliti Umboðsmanns Alþingis er varðaði ráðningarferlið. Hún var einn sex umsækjenda í starfið sem ráðið var í síðastliðið haust. Tvær leynilegar kosningar fóru fram hjá háskólaráði. Í þeirri fyrri fengu Ólína og Rögnvaldur D. Ingþórsson heimsspekingur 16 atkvæði en Sigrún 13 atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni, þar sem kosið var á milli Ólínu og Rögnvalds, hlaut Ólína 20 atkvæði og Rögnvaldur 19.Sigrún Stefánsdóttir.Mynd/Háskólinn á AkureyriHáskólaráð dró ákvörðun sína að ráða í stöðuna og var Ólína ósátt með framkvæmdina. Eftir að Sigrún var ráðin í starfið óskaði hún sem fyrr segir álits umboðsmanns. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, staðfesti við Vikudag á dögunum að umboðsmaður hefði ekkert haft við ráðningarferlið að athuga. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ segir í tilkynningu sem Eyjólfur sendir fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann segir niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor.Mynd/AkureyrarbærUmboðsmaður hefur ekki birt niðurstöðuna á vef sínum en Eyjólfur fullyrðir að þar sé farið ítarlega yfir stjórnsýslu HA í málinu. Þar komi fram að fyrrverandi rektor hafi fylgt lögum og reglum og viðhafið lögmæta stjórnsýslu við ráðninguna. „Háskólar eru ekki yfir gagnrýni hafnir og stofnunin í heild sinn getur lært mikið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Í því ljósi telur undirritaður nauðsynlegt að samfélagið í heild sinni, og háskólasamfélagið sérstaklega, geti rýnt nánar í meðferð Umboðsmanns á kærumáli Ólínu. “ Fer Eyjólfur því fram á að þeir hlutar bréfs Umboðsmanns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri, og ekki teljist njóta réttar persónuverndarlaga, verði birtir á heimasíðu Umboðsmanns Alþingis eins fljótt og verða megi. „Háskólinn á Akureyri hefur nú hafið sitt 27. starfsár og hefur eflst og þroskast með hverju árinu sem líður. Einkunnarorð skólans eru jafnrétti, framsækni, traust og sjálfstæði. Við tökum grundvallargildi okkar alvarlega og leggjum mikla áherslu á að traust ríki á milli háskólans og samfélagsins. Að sitja undir ásökunum líkt og þeim sem fram komu á haustdögum 2013, og hér er rætt um, er því stofnuninni og starfsfólki hennar afar þungbært. Það er von okkar að þeir aðilar sem létu þung orð falla um háskólann síðastliðið haust sjái að sér í framtíðinni áður en sleggjudómum er varpað um hina víðu heima samfélagsmiðla eða þeir birtir í fjölmiðlum landsins.“ Eyjólfur segir málinu lokið af hans hálfu með staðfestingu óháðs aðila á því að stjórnsýsla í ofangreindu máli hafi verið í fullu samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39 Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47 Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48 Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23 Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Rektor Háskólans á Akureyri hvetur Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn geti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagsrkárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið Ólína óskaði eftir áliti Umboðsmanns Alþingis er varðaði ráðningarferlið. Hún var einn sex umsækjenda í starfið sem ráðið var í síðastliðið haust. Tvær leynilegar kosningar fóru fram hjá háskólaráði. Í þeirri fyrri fengu Ólína og Rögnvaldur D. Ingþórsson heimsspekingur 16 atkvæði en Sigrún 13 atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni, þar sem kosið var á milli Ólínu og Rögnvalds, hlaut Ólína 20 atkvæði og Rögnvaldur 19.Sigrún Stefánsdóttir.Mynd/Háskólinn á AkureyriHáskólaráð dró ákvörðun sína að ráða í stöðuna og var Ólína ósátt með framkvæmdina. Eftir að Sigrún var ráðin í starfið óskaði hún sem fyrr segir álits umboðsmanns. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, staðfesti við Vikudag á dögunum að umboðsmaður hefði ekkert haft við ráðningarferlið að athuga. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ segir í tilkynningu sem Eyjólfur sendir fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann segir niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor.Mynd/AkureyrarbærUmboðsmaður hefur ekki birt niðurstöðuna á vef sínum en Eyjólfur fullyrðir að þar sé farið ítarlega yfir stjórnsýslu HA í málinu. Þar komi fram að fyrrverandi rektor hafi fylgt lögum og reglum og viðhafið lögmæta stjórnsýslu við ráðninguna. „Háskólar eru ekki yfir gagnrýni hafnir og stofnunin í heild sinn getur lært mikið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Í því ljósi telur undirritaður nauðsynlegt að samfélagið í heild sinni, og háskólasamfélagið sérstaklega, geti rýnt nánar í meðferð Umboðsmanns á kærumáli Ólínu. “ Fer Eyjólfur því fram á að þeir hlutar bréfs Umboðsmanns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri, og ekki teljist njóta réttar persónuverndarlaga, verði birtir á heimasíðu Umboðsmanns Alþingis eins fljótt og verða megi. „Háskólinn á Akureyri hefur nú hafið sitt 27. starfsár og hefur eflst og þroskast með hverju árinu sem líður. Einkunnarorð skólans eru jafnrétti, framsækni, traust og sjálfstæði. Við tökum grundvallargildi okkar alvarlega og leggjum mikla áherslu á að traust ríki á milli háskólans og samfélagsins. Að sitja undir ásökunum líkt og þeim sem fram komu á haustdögum 2013, og hér er rætt um, er því stofnuninni og starfsfólki hennar afar þungbært. Það er von okkar að þeir aðilar sem létu þung orð falla um háskólann síðastliðið haust sjái að sér í framtíðinni áður en sleggjudómum er varpað um hina víðu heima samfélagsmiðla eða þeir birtir í fjölmiðlum landsins.“ Eyjólfur segir málinu lokið af hans hálfu með staðfestingu óháðs aðila á því að stjórnsýsla í ofangreindu máli hafi verið í fullu samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39 Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47 Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48 Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23 Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39
Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47
Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48
Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23
Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26