Vilja hefja gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs goss í Bárðarbungu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 22:58 visir/auðunn Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA. Bárðarbunga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að nauðsynlegt sé að móta sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir Austurland. Í tilkynningunni segir að stjórnvöld verði að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan eldsumbrotin norðan Vatnajökuls standa yfir. Þetta er meðal þess sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði en fundurinn fór fram á Vopnafirði um síðustu helgi. Fjallað var um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls á fundinum en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson flutti erindi um hugsanlegar afleiðingar goss í Bárðarbungu. Fram kom í hans máli að áhrif á landshlutann gætu orðið gríðarleg. Má t.d. nefna mögulegan vatnsskort í mörgum byggðakjörnum á Austurlandi þar sem íbúar reiða sig á opið vatnsból, mögulega röskun á rafmagnsveitu og fjarskiptasambandi, umtalsverða flóðahættu, að ekki sé minnst á öskufall. Fundarmenn á aðalfundi SSA lögðu mikla áherslu á að þegar í stað yrði hafist handa við gerð viðbragðsáætlunar ef til eldgoss í Bárðarbungu kæmi. Í ályktuninni segir að það sé brýnt öryggismál og varði almannaheill á Austurlandi að slík viðbragðsáætlun liggi fyrir. Þá verði stjórnvöld að tryggja fjármagn til rannsókna og vöktunar á meðan þetta ástand varir. Fundurinn beindi því jafnframt til stjórnar SSA að unnin verði sameiginleg viðbragðsáætlun fyrir Austurland allt og er sú vinna þegar hafin að sögn Sigrúnar Blöndal, nýkjörins formanns SSA.
Bárðarbunga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira