Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 15:00 Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur. Skyggði hlutinn er um 45,1 ferkílómetrar. Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs. Bárðarbunga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs.
Bárðarbunga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira