Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 15:00 Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur. Skyggði hlutinn er um 45,1 ferkílómetrar. Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs. Bárðarbunga Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs.
Bárðarbunga Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira