Stórmyndin sem floppaði í bíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:30 Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira