Gosið stöðvaði rúturnar, óvissa um næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2014 21:15 Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira