Sun Kil Moon með tónleika á Íslandi 22. september 2014 17:30 Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek. Vísir/Getty Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 28. nóvember næstkomandi. Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Sun Kil Moon hefur sent frá sér sex breiðskífur í fullri lengd frá stofnun sveitarinnar árið 2002 og hefur sú nýjasta, Benji, fengið ótrúlegar viðtökur. Auk þess hefur sveitin einnig sent frá sér gífurlegan fjölda minni platna og Kozelek átt í samstarfi við The Album Leaf, Bonnie Prince Billy og fleiri og leikið í einstaka kvikmyndum á borð við Almost Famous og Vanilla Sky ásamt því að senda frá sér gríðarlegt magn af hans eigin lögum og ábreiðum. Einnig er jólaplata væntanleg frá söngvaranum. Ásamt Mark Kozelek stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Verður þetta fyrsta heimsókn Sun Kil Moon til Íslands. Miðasala fer fram á miði.is. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 28. nóvember næstkomandi. Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Sun Kil Moon hefur sent frá sér sex breiðskífur í fullri lengd frá stofnun sveitarinnar árið 2002 og hefur sú nýjasta, Benji, fengið ótrúlegar viðtökur. Auk þess hefur sveitin einnig sent frá sér gífurlegan fjölda minni platna og Kozelek átt í samstarfi við The Album Leaf, Bonnie Prince Billy og fleiri og leikið í einstaka kvikmyndum á borð við Almost Famous og Vanilla Sky ásamt því að senda frá sér gríðarlegt magn af hans eigin lögum og ábreiðum. Einnig er jólaplata væntanleg frá söngvaranum. Ásamt Mark Kozelek stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Verður þetta fyrsta heimsókn Sun Kil Moon til Íslands. Miðasala fer fram á miði.is.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira