Safnaði 400 þúsund krónum og náði markmiði sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 21:28 Brandur hefur stundað listsköpun sína í rúm þrjú ár. MYND/BRANDUR Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins. Bárðarbunga Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins.
Bárðarbunga Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira