Líf eftir kjarnorkusprengjur Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. september 2014 11:00 Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir í S-Kyrrahafi. Helgi Felixson og sænski leikstjórinn Titti Johnson hafa undanfarin ár unnið að heimildarmyndinni Vive la France, sem frumsýnd var á RIFF 28. september. Myndin segir frá parinu Kua og Teriki sem búa á eyjunni Tureia í frönsku Pólýnesíu í S-Kyrrahafi. Eyjan er ekki langt frá Moruroa-baugeyjunni þar sem Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir frá 1966-1996. Hægt verður að sjá myndina næstkomandi laugardag, 4. október í Háskólabíó. „Við fylgdum þessu fólki í hversdagslífi þess og skoðuðum nokkrar kynslóðir til baka, og hverjar afleiðingar sprenginganna hafa verið,“ segir Helgi en sjö ættingjar Teriki hafa látist úr krabbameini, þar á meðal faðir hans. Í myndinni kemst parið meðal annars að því að barnið þeirra sé veilt fyrir hjarta. „Yfirleitt er það fjöldi fólks þar sem fær krabbamein. Ein tala segir að í 80% tilvika þar sem eyjarskeggjar fái krabbamein tengist það sprengingum Frakka beint.“ Að sögn Helga hefur eitt helsta vandamálið verið að fá Frakka til að viðurkenna sambandið þar á milli. „Þeir telja að þetta hafi ekki verið sannað nægilega þannig að það sé ekkert samband þar á milli. Að þeir séu með svona fín kjarnorkuvopn sem eru bara eins og frönsk vín. Þeir hafa ekki viljað viðurkenna þetta. Því fylgir að þeir þurfi að borga skaðabætur og ýmislegt. Þeir eru í algerri höfnun.“ Þá er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og valdið gríðarlegum flóðbylgjum sem myndi færa Tureia og aðrar eyjar í kaf. Talið er að mörg tonn af plútóníumi sé að finna undir Moruroa sem muni ógna öllu Kyrrahafssvæðinu á næstkomandi öldum. Myndin hefur farið sannkallaða sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins en hún verður sýnd í byrjun október á Science Film Festival í París, þar á eftir á Chicago International Film Festival, Human Rights Film Festival í Litháen, og Toronto Enviromental Festival. Eftir frumsýninguna á RIFF fer hún í almennar sýningar hjá Bíói Paradís. „Það rignir inn hátíðum núna,“ segir Helgi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Helgi Felixson og sænski leikstjórinn Titti Johnson hafa undanfarin ár unnið að heimildarmyndinni Vive la France, sem frumsýnd var á RIFF 28. september. Myndin segir frá parinu Kua og Teriki sem búa á eyjunni Tureia í frönsku Pólýnesíu í S-Kyrrahafi. Eyjan er ekki langt frá Moruroa-baugeyjunni þar sem Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir frá 1966-1996. Hægt verður að sjá myndina næstkomandi laugardag, 4. október í Háskólabíó. „Við fylgdum þessu fólki í hversdagslífi þess og skoðuðum nokkrar kynslóðir til baka, og hverjar afleiðingar sprenginganna hafa verið,“ segir Helgi en sjö ættingjar Teriki hafa látist úr krabbameini, þar á meðal faðir hans. Í myndinni kemst parið meðal annars að því að barnið þeirra sé veilt fyrir hjarta. „Yfirleitt er það fjöldi fólks þar sem fær krabbamein. Ein tala segir að í 80% tilvika þar sem eyjarskeggjar fái krabbamein tengist það sprengingum Frakka beint.“ Að sögn Helga hefur eitt helsta vandamálið verið að fá Frakka til að viðurkenna sambandið þar á milli. „Þeir telja að þetta hafi ekki verið sannað nægilega þannig að það sé ekkert samband þar á milli. Að þeir séu með svona fín kjarnorkuvopn sem eru bara eins og frönsk vín. Þeir hafa ekki viljað viðurkenna þetta. Því fylgir að þeir þurfi að borga skaðabætur og ýmislegt. Þeir eru í algerri höfnun.“ Þá er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og valdið gríðarlegum flóðbylgjum sem myndi færa Tureia og aðrar eyjar í kaf. Talið er að mörg tonn af plútóníumi sé að finna undir Moruroa sem muni ógna öllu Kyrrahafssvæðinu á næstkomandi öldum. Myndin hefur farið sannkallaða sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins en hún verður sýnd í byrjun október á Science Film Festival í París, þar á eftir á Chicago International Film Festival, Human Rights Film Festival í Litháen, og Toronto Enviromental Festival. Eftir frumsýninguna á RIFF fer hún í almennar sýningar hjá Bíói Paradís. „Það rignir inn hátíðum núna,“ segir Helgi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira