Ísland mætir Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Riga í kvöld. Þó svo að hann beri það ekki með sér þá var hann reistur fyrir aðeins fjórtán árum síðan.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem var tekin á æfingu íslenska landsliðsins á vikunni er leikvangurinn opinn í annan endann og blasir þar bílastæði við.
Aðeins einu sinni hefur verið uppselt á leik á Skonto-leikvanginum en það var þegar Lettland mætti Tyrklandi í umspili um sæti á EM 2004. Lettar höfðu betur og komust óvænt í úrslitakeppnina í Portúgal.
Leikvangurinn er aðeins steinsnar frá miðbæ Riga en öllu jöfnu spilar samnefnt félag, Skonto FC, leiki sína á vellinum.
Skonto-völlurinn opinn út á bílastæði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn