Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Svavar Hávarðsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nornahár. Gasið mótar kvikuna í örþunn hár sem kennd eru við nornamakka. Mynd/ÞÞ Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi. Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00