Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2014 19:18 Í tilkynningu frá Reykjavík Helicopters segir atvikið sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Vísir/Auðunn „Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06