NBA-deildin gerir þrjú þúsund milljarða sjónvarpssamning Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. október 2014 16:00 Spurs er eitt af þeim liðum sem talið er hvað best rekið í NBA-deildinni. Auknar sjónvarpstekjur gætu komið sér vel fyrir liðið. Vísir/Getty NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp. NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp.
NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10