Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. október 2014 13:19 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Vísir/GVA Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september eða fyrir innan við mánuði. Sigríður lýsti sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar. SigríðurHvers vegna telur þú að þú sért vanhæf í þessu máli? „Ástæðan var sú eftir að ég hafði farið vandlega yfir efni þessara endurupptökubeiðna að þá eins og kemur fram í bréfinu til ráðherrans þá byggjast þær mikið á því að þeir sem að komu að rannsókn málanna og meðferð þeirra þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi og fengið þannig fram játningar sakborninganna sem er helsti grundvöllur fyrir sakfellingunni og þarna er maður sem er tengdur mér sem að vann við rannsókn beggja málanna og stýrði rannsókninni framanaf þá eftir að hafa skoðað beiðnirnar vel þá svona taldi ég að það væri réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína og þess vegna væri rétt að ég myndi víkja,“ segir Sigríður. „Ég nefni það líka í bréfinu að þetta snýst ekki um það hvort ég telji mig geta fjallað um þetta á hlutlægan hátt heldur hvort að almenningur og þá aðallega málsaðilarnir geti treyst því að svo sé. Þannig að í svona máli, umdeildasta sakamáli síðari tíma, þá taldi ég að þetta yrði allt að vera hafið yfir slíkan vafa um hæfi þannig að það væri rétt að ég viki við meðferð þessara beiðna,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir. Starfshópur á vegum innanríkisráðherra skilaði skýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið 25. mars 2013, eða fyrir 554 dögum. Fáeinum dögum seinna spurði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sakborningana um afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum setja nýjan ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.„Hún er búin að vera að vinna í málinu sem saksóknari allt frá þeim tíma,“ sagði Erla Bolladóttir í samtali við Fréttablaðið og undraðist hve langan tíma það tók Sigríði að komast að niðurstöðu um vanhæfi sitt.En hvers vegna tók það svo langan tíma hjá þér að lýsa yfir vanhæfi. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár? „Það er nokkuð ljóst með tengslin. Það liggur fyrir og er öldungis rétt hjá Erlu [Bolladóttur] að mér var vel kunnugt um að maðurinn [Örn Höskuldsson] væri giftur móðursystur minni þetta snýst nú ekki um það. Það voru ekki komnar fram neinar beiðnir til meðferðar hjá mér fyrr en 4. september á þessu ári. Það að starfshópurinn, sem að ráðherra setti á fót og skilaði skýrslunni um málið 21. mars 2013, það setti ekki af stað neitt endurupptökuferli hér,“ segir Sigríður. „Skýrslan var jú til og auðvitað farið yfir hana hér. Það sem ég síðan gerði var að rita bréf til þeirra aðila málsins sem enn eru á lífi til að fá fram afstöðu þeirra um endurupptökuna og hvort þau ætluðu sjálf að fara fram á endurupptöku.Við því bréfi þá fékk ég ekki svör nema frá Erlu. Það verður að hafa í huga hérna að hún var ekki ákærð og þar með ekki sakfelld fyrir að eiga þátt í dauða Guðmundar og eða Geirfinns. Þannig að hennar staða er að því leyti öðruvísi en auðvitað eru forsendurnar þær sömu fyrir endurupptökunni. Þannig að það voru ekki neinar beiðnir til meðferðar þannig að huga að hæfi á þeim tíma var ekki tímabært. Fyrir utan ég gat ekki vitað það hvers efnis þær yrðu,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum setja nýjan ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Ég mun fara yfir erindi ríkissaksóknara og bregðast við því á viðeigandi hátt, eins fljótt og kostur er,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Tengdar fréttir Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september eða fyrir innan við mánuði. Sigríður lýsti sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar. SigríðurHvers vegna telur þú að þú sért vanhæf í þessu máli? „Ástæðan var sú eftir að ég hafði farið vandlega yfir efni þessara endurupptökubeiðna að þá eins og kemur fram í bréfinu til ráðherrans þá byggjast þær mikið á því að þeir sem að komu að rannsókn málanna og meðferð þeirra þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi og fengið þannig fram játningar sakborninganna sem er helsti grundvöllur fyrir sakfellingunni og þarna er maður sem er tengdur mér sem að vann við rannsókn beggja málanna og stýrði rannsókninni framanaf þá eftir að hafa skoðað beiðnirnar vel þá svona taldi ég að það væri réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína og þess vegna væri rétt að ég myndi víkja,“ segir Sigríður. „Ég nefni það líka í bréfinu að þetta snýst ekki um það hvort ég telji mig geta fjallað um þetta á hlutlægan hátt heldur hvort að almenningur og þá aðallega málsaðilarnir geti treyst því að svo sé. Þannig að í svona máli, umdeildasta sakamáli síðari tíma, þá taldi ég að þetta yrði allt að vera hafið yfir slíkan vafa um hæfi þannig að það væri rétt að ég viki við meðferð þessara beiðna,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir. Starfshópur á vegum innanríkisráðherra skilaði skýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið 25. mars 2013, eða fyrir 554 dögum. Fáeinum dögum seinna spurði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sakborningana um afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum setja nýjan ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.„Hún er búin að vera að vinna í málinu sem saksóknari allt frá þeim tíma,“ sagði Erla Bolladóttir í samtali við Fréttablaðið og undraðist hve langan tíma það tók Sigríði að komast að niðurstöðu um vanhæfi sitt.En hvers vegna tók það svo langan tíma hjá þér að lýsa yfir vanhæfi. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár? „Það er nokkuð ljóst með tengslin. Það liggur fyrir og er öldungis rétt hjá Erlu [Bolladóttur] að mér var vel kunnugt um að maðurinn [Örn Höskuldsson] væri giftur móðursystur minni þetta snýst nú ekki um það. Það voru ekki komnar fram neinar beiðnir til meðferðar hjá mér fyrr en 4. september á þessu ári. Það að starfshópurinn, sem að ráðherra setti á fót og skilaði skýrslunni um málið 21. mars 2013, það setti ekki af stað neitt endurupptökuferli hér,“ segir Sigríður. „Skýrslan var jú til og auðvitað farið yfir hana hér. Það sem ég síðan gerði var að rita bréf til þeirra aðila málsins sem enn eru á lífi til að fá fram afstöðu þeirra um endurupptökuna og hvort þau ætluðu sjálf að fara fram á endurupptöku.Við því bréfi þá fékk ég ekki svör nema frá Erlu. Það verður að hafa í huga hérna að hún var ekki ákærð og þar með ekki sakfelld fyrir að eiga þátt í dauða Guðmundar og eða Geirfinns. Þannig að hennar staða er að því leyti öðruvísi en auðvitað eru forsendurnar þær sömu fyrir endurupptökunni. Þannig að það voru ekki neinar beiðnir til meðferðar þannig að huga að hæfi á þeim tíma var ekki tímabært. Fyrir utan ég gat ekki vitað það hvers efnis þær yrðu,“ segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum setja nýjan ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Ég mun fara yfir erindi ríkissaksóknara og bregðast við því á viðeigandi hátt, eins fljótt og kostur er,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Tengdar fréttir Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent