Danir unnu fimm af sex gullverðlaununum sem í boði voru á Evrópumótinu í hópfimleikum í karlaflokki sem fram fóru í í Laugardal í vikunni og um helgina.
Svíar voru með frábærar æfingar í stökkgreinum þar sem Danir höfðu verið einna sterkastir og því ljóst að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni.
Danirnir sigldu þessu heim þrátt fyrir hetjulega baráttu Svíþjóðar, en Svíarnir hlutu hæstu einkunn bæði á gólfi og trampólíni.
Danmörk hirti hins vegar titilinn og fimm af sex gullverðlaunum sem í boði voru. Næstir komu Svíar og Norðmenn ráku lestina.
Lokastaðan:
Danmörk 66.550
Svíþjóð 65.700
Noregur 59.816

