Von á tillögum um breytingar á peningakerfinu fyrir áramót Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2014 11:09 Frosti hefur talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins. Vísir / Pjetur Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira