Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2025 07:03 Perlan þróunarfélagið er á lokametrunum í kaupum á Perlunni í Öskjuhlíð á ríflega þrjá og hálfan milljarð króna. Forstjóri segir aðeins eiga eftir að ganga frá formsatriðum og skrifa undir kaupsamninginn við Reykjavíkurborg. Aðsend Eigendur Perlunnar þróunarfélags eru að ganga frá kaupum á Perlunni og tveimur tönkum í Öskjuhlíð af Reykjavíkurborg. Kaupverðið er rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. Aðilar eiga eftir að klára samninginn og svo skrifum við undir segir forstjóri þróunarfélagsins. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar. Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar.
Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59
Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56
Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32