Formaður stuðningsmannaklúbbs Lilleström: Rúnar yrði vinsæll kostur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 10:45 Rúnar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang sem þjálfari KR. Vísir/Valli Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58
„Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00