Best að hafa glugga lokaða þegar mesta mengunin er Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2014 18:20 Vísir/GVA „Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“ Bárðarbunga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“
Bárðarbunga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira