Skjálfti af stærð 5,4 varð við norðanverða Bárðarbungu rétt fyrir hádegi í dag. Skjálftinn fannst á Akureyri en við skjálftann seig GPS-mælirinn á Bárðarbungu um 15 sentímetra.
Töluverð aukning hefur verið síðustu daga á fjölda skjálfta við Bárðarbungu.
Síðasta sólarhringinn hafa mælst tæplega 130 skjálftar við Bárðarbungu sjálfa, um 30 í ganginum norðanverðum.
Skjálfti af stærðinni 5,4 í Bárðarbungu
Stefán Árni Pálsson skrifar
