Körfubolti

Styttri leiktími prófaður í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant er einn af mörgum NBA-leikmönnum sem glíma við álagsmeiðsli.
Kevin Durant er einn af mörgum NBA-leikmönnum sem glíma við álagsmeiðsli. Vísir/AP
NBA-deildin í körfubolta athugar nú hvernig það kæmi út ef leiktíminn í NBA-deildinni yrði styttri og um leið nær því sem gengur og gerist í leikjum annarsstaðar í heiminum.

Þjálfarar NBA-deildarinnar lögðu það til á fundi fyrir tímabilið að forráðamenn deildarinnar skoðuðu þann möguleika að stytta leikina.

Brooklyn Nets og Boston Celtics mætast á sunnudaginn í undirbúningsleik og þar mun leiktíminn verða 44 mínútur eða fjórum mínútum styttri en vanalegt er.

Leikir á vegum FIBA eru 40 mínútur þar sem hver leikhluti er tíu mínútur. Hver leikhluti er 12 mínútur í NBA-deildinni en verður 11 mínútur í þessum tilraunaleik.

Það er ekkert búið að ákveða um næstu skref en ein leiðin til að minnka álag á leikmenn væri að stytta leiktímann. NBA-deildin ætlar í það minnsta ekki að fækka leikjunum sem eru 82 áður en kemur að úrslitakeppninni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×