Pínlegt og til skammar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2014 11:00 Stuðningsmenn Hollands á leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59
Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51