Körfubolti

Meiðsli Beal áfall fyrir Washington

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beal í baráttu við Paul George, leikmann Indiana Pacers, í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra.
Beal í baráttu við Paul George, leikmann Indiana Pacers, í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra. Vísir/AFP
Bandaríski körfuboltamaðurinn Bradley Beal missir að fyrstu leikjum NBA-tímabilsins vegna meiðsla.

Beal, sem leikur með Washington Wizards, úlnliðsbrotnaði í æfingaleik gegn Charlotte Hornets á föstudaginn og þarf að gangast undir aðgerð á næstu dögum. Talið er að hann verði frá keppni í 6-8 vikur.

Þetta er mikið áfall fyrir Washington, en Beal er einn af lykilmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Hann átti gott tímabil í fyrra þar sem hann skoraði 17,1, tók 3,7 fráköst og gaf 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Í 11 leikjum í úrslitakeppninni skoraði Beal 19,2 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali.

Skyttan Martell Webster er einnig frá vegna meiðsla og því er ekki ólíklegt að Washington reyni að ná sér í bakvörð áður en tímabilið í NBA hefst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×