"Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2014 21:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“ Landsdómur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“
Landsdómur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira