Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 21:53 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30