Körfubolti

Stutt stopp hjá Beasley í Memphis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beasley með boltann í leik með Miami. David West, leikmaður Indiana Pacers, er til varnar.
Beasley með boltann í leik með Miami. David West, leikmaður Indiana Pacers, er til varnar. Vísir/Getty
Bandaríski körfuboltamaðurinn Michael Beasley hefur yfirgefið NBA-liðið Memphis Grizzlies aðeins hálfum mánuði eftir að hafa samið við það.

Beasley hefur ákveðið að freista gæfunnar í Kína, en hann gerði eins árs samning við Shanghai Sharks í gær. Shangai-hákarlarnir eru í eigu Yao Ming, fyrrverandi leikmanns Houston Rockets.

Beasley var valinn númer tvö í nýliðavalinu 2008, en honum hefur gengið illa að fóta sig í NBA-deildinni, auk þess sem vandamál utan vallar hafa gert honum erfitt fyrir.

Beasley var á mála hjá Miami Heat á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 7,9 stig að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×